Pennaleti

Góðan daginn lesendur góðir.

Klukkan er  06:55 og sólarglæta skín á húsvegginn á móti í augnablikinu. Það er orðið ansi langt síðan ég potaði einhverju hingað inn síðast.  Þetta er bara engin frammistaða hjá mér. Undanfarnar vikur hafa einkennst af gestagangi.  Blessaðir ungarnir hennar ömmu hafa verið duglegir að koma í heimsókn og eina vikuna var gistihúsið "Amma Jóna" fullbókað endanna milli.  Mest var um að vera 17. helgina, en þá gistu hér 7 unglingar í tvær nætur og á laugardaginn komu 23 gestir í allt.  Síðustu dagar hafa svo mest einkennst af símahringingum í tengslum við veikindi Patta, þar sem ég var milliliður upplýsinga.  Á mánudagskvöld var gott að geta upplýst ættingjana um það að aðgerðin langa hefði farið betur en á horfðist. Það ver þó vont að geta ekki heimsótt hann, því pestaróféti sem herjaði á mig kom í veg fyrir það.  En hann losnar ekki svo glatt við mig.  Nú fer ég að verða góð og þá get ég rússað í heimsóknir til hanns hvern dag.  Þriðjudagurinn ver persónulegur sigurdagur fyrir mig, en þá fékk ég loks viðurkennt að mér bæri greiðsla fyrir margra ára akstur á vegum vinnunnar.  Dæmalaust bull allt saman.  Nú fer að líða að sumarfríinu og þá hefst hin vinnan.  Ég verð "í skipunum" og fer, til að byrja með, 14 ferðir á 17 dögum og flestar í Mývatnssveit.  Þá hefst líka endalaust silungsát, því það er alltaf það sama sem boðið er upp á þarna fyrir austan.

Læt þetta gott í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband