06.06.´06

Dagur sem segir sex að kveldi kominn og margt búið að stússa.  Úlfsstaðasystur, Kollu börn, komu og voru hjá ömmu, meðan foreldrarnir fóru að jarðaför.  Við brölluðum margt í Laut en  fórum  í sund eftir það og dunduðum þar í 2 tíma.  Eftir að hafa sullað okkur þreyttar fórum við í Nettó og keyptum pylsur og ís í kvöldmatinn.  Það hafa þá verið 5 af barnabörnunum hjá mér síðustu 2 daga og á morgun koma Ingu börnin yngri og gista.  Þá á ég bara eftir að hitta Elísu og er reyndar að hugsa um að fara austur um helgina, ef veðurspáin er góð. Svo kom neyðarhringing úr Ránargötunni, frá Önnu og Arnari.  Dyrabjallan var biluð og var farin að hringja stanslaust, öllum til ama að sjálfsögðu.  Við Arnar gerðum stóraðgerð á græjunni og nú boðar hún gestakomur mjög settlega eins og vera ber. Litli Ævar Ottó (sem er ekkert lítill og hefur aldrei verið) heldur bara áfram að stækka og stækka.  Það er eins gott að fara að byggja húsið, því það hefði orðið verulega þröngt um þau annars.  Nú er ég þreytt og sæl og ætla að fara að leggja mig.......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heheh hann heitir Ævar Ottó mamma mín....
kv, Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband