Sól - sól

Svalur  Já, það er glaða sól...  Ég svaf allt of lengi í morgun og fékk bara hausverk af öllu saman.  Líklega er best að drífa sig í sund og dorma þar.  Anna og Arnar eru á fullu að heyja og byggja í Fornhaga.  Ég ætla að heimsækja þau núna um helgina og ærslast með krakkaormunum Auðunni, Ævari, Aroni og Viðju.  Þau tvö síðartöldu eru í heimsókn og verða fram yfir helgi. Ég ætlaði á Jónsmessuvökuna í gær, en var orðin of sein þegar til kom.  Missi af öllu sem er að gerast í þessum bæ.  Í gær skrapp ég til Patta.  Hann er að hressast karlinn, enda blessaður af sjálfri forsetafrúnni.  Hún hafði komið á gjörgæsluna þegar hann var að vakna.  Ekki allir sem fá svona heimsóknir.  Á eftir þarf ég svo að rifja upp fræðin mín fyrir fyrstu rútuferðina á morgun - kl. 07..  Það er ókristilegur tími á sunnudagsmorgni, en ég verð líka búin um hádegi, sem betur fer.Læt þessu lokið í bili.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband