Svefnsýki

 ZZZ..ZZ..zzzz..zzzz.  Það er ekki gott að sofa af sér fríið.  Svaf fram yfir hádegi í dag og sofnaði aftur yfir fréttunum í kvöld.  Það var líka langur dagur í gær:  Fór á fætur kl. 5:30, til að mæta í stærsta skip sem koma mun í sumar.  Það voru "aðeins" 2700 farþegar um borð og 900 starfsmenn.  Teresa "fósturdóttir" fór líka.  Ég þurfti að troða í hana íslandssögunni, jarðsögunni, náttúrufræðinni og samfélagsfróðleiknum á met tíma.  Mér finnst hún flott, að láta sig hafa það að fara.  Þetta gekk allt ágætlega hjá okkur báðum - auðvitað.  Seinni partinn fórum við svo á Dalvík, með viðkomu í fjörunni við Ytri-Vík og týndum nokkra steina. Í dag kom Kolla mín með stelpurófurnar sínar.  Við dunduðum okkur, fórum og keyptum kleinur og ís, löbbuðum til Önnu og lékum við Ævar Ottó.  Helstu fréttir í fjölskyldunni eru þær að Inga og Toni eru að gerast bændur í Syðra Holti í Svarfaðardal.  Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir þau öll og okkur hin líka. Svona geta óskirnar ræst þó þær virðist stundum fjarlægar.

Á morgun ætla ég að hefjast handa við að tæma litla herbergið.  Það er komið að því að fara að framkvæma veggjabrotið.  Líklega verður þetta bara gaman þegar upp er staðið.

Farið varlega í umferðinni!!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband