Erfiðir dagar..

Dagur er liðinn, komið er kvöld og kát er hin litla hjörð. Nú hefur æskan óskipt völd um allan Skagafjörð.  

Líklega hljómar þessi texti hanns Gísla heitins í Mikley, í Skagafirði þessa dagana, við lagið "Kvöldið er fagurt".  Annars virðast upp poppaðir "Fákar" vera aðal kikkið þar vestra nú um  þessa  landsmótsdaga. En kvöldin eru fögur  og dagarnir hafa ekki verið síðri.  Ég var að koma heim eftir skemmtillega leiðsöguferð með breska eldriborgara.  Fróðlegt og gefandi að eyða tíma með jafn jákvæðum hópi, þrátt fyrir hækjur, hjólastóla og  hæga yfirferð.  Í gær voru það unglingarnir frá norðurlöndunum.  Öllu hraðara ferðalag  og meiri gauragangur.  Ég verð nú samt að viðurkenna að þó ég væri alveg útkeyrð eftir 16 klukkustunda vinnudag, þá fannst mér ég vera 20 árum yngri eftir að hafa ærslast með þeim þennan tíma.  Á morgun er síðasti vinnudagur í Laut, fyrir sumarfrí.  Veðurspáin er góð og tilhlökkunarefni að geta notið næstu daga í afslöppun.  Bróðir Hjalti fór heim af spítalanum í dag og ég vona að sveitaloftið heima hressi hann og styrki fyrir næstu törn í ferlinu.  En nú ætla ég að setjast aðeins út á tröppur og njóta þess að horfa á glórauða skýjahnoðrana á hvelfingunni áður en ég fer að sofa.  Sjáumst seinna.                                           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað á að fara sofa í svona góðu veðri!!?? Hver talar um 16 tíma eru við ekki hálfungar hehehe. Gott að þú ert að fara í sumarfrí reyndu að njóta, ekki bara vinna tótt það komi skip hahaha

Unnur María (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 01:01

2 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

ZZZZZZZZZZZZZ::::::::::.......

Jónína Hjaltadóttir, 30.6.2006 kl. 01:15

3 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Ég er vöknuð aftur.......

Jónína Hjaltadóttir, 30.6.2006 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband