Miðvikudagur, 4. október 2006
Heilabilun og önnur bilun........
Þær eru stundum skrítnar hugsanirnar. Ég settist hérna við BLOGGIÐ og ætlaði að skrá mig inn. En viti menn!! Ég var búin að tapa aðgangsorðinu út af harða diskinum í hausnum og hamaðist í örvæntingu við að finna það aftur. Það gerðist ekki fyrr en á fimmta degi!!!!
En ég er komin inn, eins og þið sjáið og ætla svosem ekki að skrifa mikið núna. Bara aðeins að segja ykkur frá því að ég erað fara í SUMARBÚSTAÐ MEÐ HEITUM POTTI!!!! Það er síðasti björgunarhringurinn í bili, þar sem ég er gjörsamlega farin á heftingunum og komin með svo mikla vöðvabólgu að ég get varla snúið hausnum. Já, heitur pottur og svo er ég að hugsa um að fara með rauðvínskassa og setja slöngu í ventilinn svo ég þurfi ekki að standa upp úr pottinum. Ég fer með ýfengna fartölvu og dunda mér við að skrifa dellu til að færa hérna inn á bloggið. Ég ætti með réttu að vera í fertugsafmælinu hanns Tona á laugardaginn, en ef ég sést ekki þar, þá er ég enn í bleyti. Það er líka ekkert með útbrunnar tengdamömmur að gera í svoleiðis partýum.
Eins og þið sjáið er ekki heil brú í þessum skrifum hjá mér svo ég er að hugsa um að láta þetta duga í bili.
Athugasemdir
Njóttu vel vildi að ég gæti komið með, en það verður bara að bíða betri tíma. kveðja til allra frá þeirri dönsku.
solla (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 11:45
Ertu ekki komin úpp úr pottinum "Góða" hvernig var????????
unnur maría (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.