Sunnudagur, 9. júlí 2006
Laugardagskvöld
Vikan fauk með norðanstorminum.. Huuuzzzzz..... búin!! Samt er ég búin að gera heilmargt - aldrei þessu vant. Þó hef ég ekki farið í sund eins og ég ætlaði eða út að labba. Bara hjólað svolítið til og frá vinnunni. Alltaf eitthvað um gesti á hverjum degi. (þar endaði laugardagspistillinn - það komu gestir!) Nú er kl. orðin 15 á sunnudegi og ég búin að vera vakandi síðan einhverntíman í nótt. Það komu nefnilega kærkomnir gestir verulega snemma, þennan morgunin. Guðfinna og Jónki, frændsistkyni mín og Snæþór með þeim. Þau voru að athuga hvort það væri allt í lagi með Akureyringa, sem það auðvitað er ekki, en það er nú önnur pólitík. Ég var að fara í ferð kl 06:30 og náði að hafa þau í smá tíma áður. Alltaf gaman að fá skemmtilegt fólk í heimsókn og takk fyrir það - ef þau lesa þetta. Jamm...., ég var í ferð með breta og ameríkana í hálf leiðinlegu veðri, en þetta var hress og skemmtilegur hópur. Og bílstjórinn maður!!! Bráðhuggulegur ungur strákur sem stökk inn í hlutverkið, í fríi frá sjómennskunni. Hann var kannski aðeins of léttur á pinnanum og stundum loftaði undir rassa þeirra sem aftast sátu, en í sárabætur fengu þau týmri tíma í minjagripaverslun í Reykjahlíð. Þeir eru skrítnir þarna fyrir austan.. Þegar það eru 50 rútur á ferðinni, eins og í dag, þarf töluvert langan tíma í klósettstopp. Þeir sem eiga og reka þessi klósett eru yfirleitt með einhverja sölu líka eða öllu heldur, klósettin eru svona auka sörvis. Það sem þeir skilja ekki er, að fólk verslar ekki á meðan það stendur í löngum biðröðum eftir því að komast að skálinni og þar af leiðandi er ekki vinsælt að rúturnar séu að stoppa á þessum stöðum. Maður hefði nú haldið að kúnninn væri eftirsóttur og ef sett væru nokkur klósett í viðbót, losnuðu allir við vandræðin. Eitt er alveg öruggt.. Fólk verður að komast á postulínið.
Þar sem ég er búin að uppgötva það að "tipsið" fer eftir því hvað ég syng mikið, söng ég heilan konsert fyrir þau á heimleiðinni. Og viti menn.. Vasarnir fylltust af dollurum. Nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég geti ekki samið enska texta um náttúru Íslands við t.d. Bítlalögin, eða þekkt kántrílög. Þá þyrfti ég líklega að hafa með mér peningakassa, ef ekki fjárhaldsmann, fyrir allt sem inn kæmi. Ég ætti líka auðveldara með að muna hin ýmsu orð sem ég á það til að týna í sellugrautnum uppi í hripleku risinu. O-já.. Svona gengur það þessa dagana. En nú er ég að hugsa um að leggja mig. Góðan dag!!!
Athugasemdir
Það er skrítin tilhugsun að Inga og Toni séu að flytja í það syðra, þú getur sagt henni að ég málaði grindverkið í kringum húsið rétt áður en ég fór út. En annars bið ég bara að heilsa öllum ;)
solla (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 21:45
Grindverkið í Syðra-Holti??? Hvað varst þú að bauka þar? Nú ætla ég að kíkja á síðuna þína og gá hvort þú hefur skrifað eitthvað... hehehehe...... Koss á allar kinnar frá mér.
jóna (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 22:15
Já ég var að vinna hjá Einari og Bjögga og þeir settu upp grindverkið í kringum húsið og ég málaði spíturnar áður en þær voru settar upp.
solla (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.