Tuskudagur.

ÓákveðinnÞað er sko tuskudagur í dag.  Ég var nú eiginlega búin að ákveða að þvo ekki einn blett á þessari fjárans eldhúsinnréttingu, en ég gafst upp.  Stökk upp á eldhúsbekkinn og kíkti.  Það var ekki fögur sjón sem við blasti. Ég sótti mér tusku, pottasvamp, fötu og  heitt vatn með slatta af blautsápu, - sem er það besta sem maður notar á fituóhreinindi -  og hófst handa.  Í útvarpinu var ungur píanóleikari að spila af mikilli ástríðu og ég náði sömu ástríðu við þvottinn. Um það bil sem hann var búinn, kláraði ég að þvo ofan af skápunum.  Þulan á rás 1 byrjaði að romsa heil ósköp. Ég opnaði skápinn yfir viftunni og ruddi þaðan út meiri ósköpum.  Þetta var eins og skipulagt hjá mér og rás 1. Það á aldrei að setja upp skápa sem eru ill aðgengilegir.  Þeir hafa þá tilhneigingu að fyllast af allskonar smálegu dóti, ljósaperum, kertum, servéttum, plástri, fæðubótarefni (sem  var runnið út Skömmustulegur), pakkaböndum og alls lags krúsum og kertastjökum. En nú er skápurinn kominn með annað hlutverk og það er vel, því plássið í eldhúskrílinu er ekki mikið.  Svo finnur maður alltaf eitthvað sem er skemmtilegt í svona törnum.  Ég fann stílabók sem innihélt fullt af vísum.  Mundi ekki einusinni eftir að hafa skrifað þær. Ég fór með hana og tróð henni í tímaritaboxið sem geymir skáldskapinn og sá þá að þar er verk að vinna líka.  Það borgar sig ekki að hreyfa of mikið við draslinu, því eins og allir vita sem til þekkja, er ég sérfræðingur í að stökkva úr einu í annað.   Ég tók mér bara smá hlé til að lesa póstinn minn og freistaðist þá til að skrifa þetta......    Nei, áfram með hreingerninguna......       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki hugmynd af hverju það gengur ekki.... Þarf að skoða málið.

Mamma (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 18:26

2 identicon

Þetta gengur... Bara ýta á senda og þá er beðið um eitthvert nafn (td. Kolla) og svo @mail.

mamma (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 18:29

3 identicon

þetta er í fyrsta sinna sem ég kíki á þessa síðu og verð að segja að það er alltaf hressandi að lesa færslur frá lifandi fólki.
Arnthor Benediktsson www.arnthor.blogspot.com

Arnthor Benediktsson (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 13:32

4 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Hæ Addi. Takk fyrir heimsóknina. Skilaðu kveðju í bæinn.

Jónína Hjaltadóttir, 9.7.2006 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband