Sælt er að eiga sumarfrí.............

Bahhhhh......  Hurðin féll í lás og ég dæsti af mikilli innlifun, þegar ég startaði Möstumöstinu mínu og rúllaði (á löglegum hraða Glottandi) niður Kaupangsstrætið.  Ég var líka svakalega dugleg í dag.  Hreinsaði algerlega til á skrifborðinu mínu, raðaði kvittunum í möppu, reiknaði út og skrifaði reikninga og tölvupóst,  þurrkaði svo af tölvuskriflinu til að fullkomna verkið.  Svo eru starfsmennirnir mínir svo flottir að ég treysti þeim 150%.  Þetta gerist ekki betra.  Hlæjandi

Víbrandi friðarspillirinn pípir a-h-d-g tónana sína og heimtar að ég svari.  SBA að sjálfsögðu.  Í símanum er þessi glaðlega elska sem minnir mann á að það líður að nýrri ferð.  Hún er alveg einstök.  Það er nokkuð sama hversu klikkað ástandið er hjá henni.  Hún er alltaf vinaleg og hlæjandi.  Góður kostur það, - enda á ég í mestu vandræðum með að segja nei við hana.  Það minnti mig á að fara í Bókval og kaupa mér möppur, fuglakort og plöntukort.  Svo er að setjast með skærin og rista kortin niður og raða þeim í plastmöppurnar.  Þessa hugmynd gaf mér kollegi minn og sagðist alveg sleppa við að reyna að muna öll nöfn þessara flokka.  Ekki veitir mér af að losna við þann vandann, enda man ég ekki nein nöfn nema mitt eigið - hehehe..... 

Bráðum skal ég skrifa eina lygasögu hérna inn.  Ég verð að reyna að halda mér í þjálfun á því sviði.  Man ekki einusinni hvað er orðið langt síðan ég hef skáldað eitthvað upp - og það gengur ekki.

Bæ í bili...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lagast vertu bara dugleg að hjóla upp brekkurnar í kaffi

unnur maría (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 02:21

2 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Takk fyrir kaffið. Já, ég verð öll á hjólum. Mest á Möstinu mínu á fjórum, oft "í skipunum" á sex og svo hamast ég við að brenna af mér spikið á græna greyinu. Já, ég á sko eftir að hjóla upp Brekkuna nokkrum sinnum í fríinu.

Jónína Hjaltadóttir, 1.7.2006 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband