Peningagræðgi

GráðugurJá, já...   Peningagræðgin er alveg að fara með mig.  Nú er ekki lengur pláss á deginum til að vinna báðar vinnurnar mínar. Ég þarf að fá smá frí úr vinnu 1 til að komast tímanlega í vinnu 2, en ég vann reyndar svolitla yfirvinnu í dag til að samviskan gerði nú ekki alveg útaf við mig á morgun þegar ég smygla mér út.  Innbyrði slatta af spirolina og C vítamíni til að hafa úthald í ferðina á morgun kl.15, en þá fer ég með fulla rútu af vina-bæja-móts-unglingum í Mývatnsferð og verð í 8 tíma. Markmiðið með þessu öllu?  Ja, t.d. er ég búin að ákveða að fara í sólina aftur næsta vetur.  Það ætti eiginlega að setja soddan ferðir í lög...  Allir til sólarlanda í a.m.k. eina viku á veturna.  Það passar að juða af sér jólaspikið og skella sér svo í febrúar - mars.  Svo er ég alltaf í startholunum með sleggjuna.  Ætla að brjóta niður einn vegg og stækka eldhúsið.  Það kostar  ekkert að brjóta niður, en það kostar að lagfæra kofan eftir þá árás.  Þetta eru nú markmiðin.  Var reyndar búin að ætla mér að ná í einn föngulegan, ríkan karl, en þeir eru allir uppseldir í bili, held ég.  Ef lesendur vita um einhvern, þá endilega látið mig vita.  Hann þarf bara að vera fallegur, þolinmóður, með próf á þvottavél, ryksugu, uppþvottabursta/vél(sem hann skaffar), þola mússíktilraunir húsfreyjunnar, vera góður nuddari og svo þarf hann að vera vel samræðuhæfur.  Það síðast talda er algert möst.  Fýldur Vissi það!!  Þið þekkið engan - og  örugglega ekki á lausu!!!

Fór að heimsækja Patta bró áðan.  Hann er allur að braggast og skrapp í skógargöngu  í Kjarnaskóg í dag - og Lystigarðinn líka.   Hildur er búin að vera svakalega dugleg.  Hún víkur varla úr herberginu, nema rétt yfir blá nóttina.  Líklega fær kappinn að fara heim á föstudag ef meltingin verður komin í lag.

Það er sem sagt allt fínt að frétta og ekki skemmir veðrið fyrir.  Sumarfríið framundan og vonandi verður blíða allan júlí.

Kveð í bili með kossi á báðar........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ! nú líst mér á þig, þú mátt nú ekki gera útaf við þig með allri þessari vinnu. Skilaðu svo kveðju til Patta ég hef hugsað mikið til hans og ég er svo ánægð hvað þetta gekk alltsaman vel. við heyrumst vonandi fljótlega (svo geturðu nú gert þér ferð til Danaveldis í heimsókn)eigum von á milljón manns núna í júlí. Hilsen til allra.

Solla Maja (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 09:12

2 identicon

Hæ, ég þekki auðvitað einn... og er nú búin að segja þér frá honum =) Þú manst örugglega eftir þessum norska... hann á penge og er örugglega samræðuhæfur (hef samt ekki prófað sjálf) hann getur sko spjallað út í eitt og fílar svona tónelska kvenskörunga, svo getur hann gert við ýmislegt!!! Gangi þér vel í leitinni *ég get látið þig hafa s.nrið*
Sjáumst=)

Aníta (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 23:56

3 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Er hann á Dalvík þessa dagana?

Jónína Hjaltadóttir, 30.6.2006 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband