Allt sem við getum gert - en gerum ekki.

Í augnablikinu er ég svo bullandi upptekin af því að ég get gert, nánast allt sem mig langar til, en geri ekki. Ég er nokkurn vegin í góðu lagi - alla vega líkamlega. Hausinn hefur reyndar alltaf verið svolítið kúnstugur og fullur af allskonar dæmalausum hugdettum, en samt sem áður talist nokkuð heill.  Þetta teljast mikil lífsgæði og ef vegið er á meðaltals vogaskál jafnaldra minna, telst ég vera þó nokkuð heppin.  Hvað geri ég svo með þessi lífsgæði mín? Allt of mörgum stundum tapa ég í aðgerðaleysishólfið.  Ég er þó ekki að segja að þessar stundir ættu allar að vera vinnustundir. Það er nefnilega þannig að gildi þeirra stunda, sem eytt er í félagsskap annara, er vanmetið.  Ég vinn við að fylla upp í félagslega þörf fólks, en gleymi ansi oft að næra eigin þörf, með uppbyggilegum félagsskap, utan vinnunnar.  Síðastliðna helgi sat ég þing VG í Reykjavík. Það var svolítið fyrirkvíðanlegt að sitja á rassinum í 2 daga, allan daginn.

Þegar ég kom heim, fann ég að skrokkurinn var svolítið slæptur, en sálin var argandi af fjöri. Ástæðan var sú, að ég hafði fyllt ærlega  á félagsþarfatankinn. Allt annað umhverfi - allt önnur umræða - krefjandi málefnavinna - nýjir  kunningjar og endurnýjuð kynni við aðra.  Þess ber þó að geta, að ég er og hef alltaf verið, mikið fyrir tilbreytingar og nýjungar.  Þetta vita allir sem til mín þekkja. Einhversstaðar á leiðinni missti ég frumkvæðið, að bera mig eftir þessari næringu sálarinnar. Nú sit ég hér - alveg hissa á því ástandi sem var "óvart" orðið daglegt brauð. Á þessu umrædda þingi, sá ég marga einstaklinga sem búa ekki viðsömu lífsgæði og ég,  þ.e. að geta borið sig um, hjálpartækjalaust,  á tveim fótum, eða að geta talað eða fylgst með án túlks. Ég fann fyrir skömminni sem skreið inn í meðvitundina og klóraði egóið. Þetta dugmikla fólk lét ekkert aftra því að vera þátttakendur í lífinu og virðing mín fyrir öllum þeim hetjum sem búa við skert lífsgæði, varð risavaxin. Klóraða egóið er enn dálítið pirrandi - aðallega af því að ég skammast mín.  Eins og þið lesendur hafið kannski meðtekið í síðustu pistlum, þá  hef ég verið að væla um þreytu og vesöld, aftur og aftur.  En það er aldrei of seint að iðrast og nú ætla ég að rjúka á dyr..   Ástæðan?  Jú, - ég ætla að skella mér í skemmtilegan félagsskap - einhversstaðar. 

Far þú og ger slíkt hið sama.  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Afbragðs hugvekja á mánudegi!

Sigríður Gunnarsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:42

2 identicon

Er mín svolítið brotin núna

unnur maría (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:59

3 identicon

Já það er gott að minna sig á það annað slagið að það eru forréttindi að hafa heilsuna í lagi.  En það er æðislegt að þú sért búin að hlaða félagslega batterýjið, nú verðurðu bara að passa að það tæmist ekki aftur og fara í hleðslu af og til, knús og kossar , Ásta, Kiddi og Elísa Eir.

Ásta (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 08:22

4 identicon

Mor ég sá þig í sjónvarpinu. Þetta var svona skildmenna sjónvarpsdagur svo um kvöldið kom Óli Sveins í einhverjum óperu-þætti.

Hey hefur þú ekki heyrt auglýsinguna: Ekki gera ekki neitt.......

Já við erum heppin allt virkar nema stundum ekki hausinn.......

Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Mikið hefur þetta verið þreytandi samkoma, enda heyrist mér á öllum að hún hafi skilið lítið eftir sig annað en að vera á móti öllu, stofna einskonar Nasistalöggu og halda áfram að vera leiðinleg.

Pétur Þór Jónsson, 28.2.2007 kl. 19:06

6 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

He he.......  Þetta er allt í lagi Pétur minn. Ég skil afbrýðisemi þína alveg.  Að sjálfsögðu finnst þér leiðinlegt hvað við þjörmum mikið að ykkur........

Jónína Hjaltadóttir, 28.2.2007 kl. 20:14

7 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hingað til hefur enginn legið eftir vindhögg, elskan.

Pétur Þór Jónsson, 28.2.2007 kl. 21:48

8 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

 Hlakka til að senda þér kveðju 13. maí....... 

Jónína Hjaltadóttir, 28.2.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Gerðu það, ég skal lána þér öxl til að gráta á.

Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 18:21

10 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Þú skalt vera í vatnsheldu, því þegar ég græt af hlátri, þá streyma tárin.....

Jónína Hjaltadóttir, 4.3.2007 kl. 22:38

11 identicon

Hæ amma mín.... það sem þú skrifar tekur maður ávalt til sín! þú ert ein af þeim sem að hleður batteríin mín...þó að við jafnvel séum ekki einu sinni að tala....ég í sófanum, þú í tölvunni...ohh... alltaf jafn gott.  og þú hefur þannig áhrif að ég held að flestum líði vel í kringum þig. Mínu fólki finnst þú æðisleg og vinkonur mínar kalla þig meira að segja ömmu Jónu...og þær hafa spurt mig að því hvort að þær megi eiga þig með mér....;)

Það koma tímar sem að allt er í steik....en þá er gott að eiga góða öxl að til að halla sér að og moka aðeins skítnum út....:)

elska þig....stóra barnið þitt....Dana Ýr!

Dana (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:15

12 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Takk fyrir öll þessi fallegu orð, hetjan mín. Einlægni þín og vinátta verður mér alla tíð ómetanlega mikils virði og ég get verið amma Jóna fyrir alla þína vini líka.  Ég verð til staðar fyrir þig alltaf. 

 Elska þig líka......   amma     

Jónína Hjaltadóttir, 5.3.2007 kl. 17:55

13 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Er ekki kominn tími til að tjá sig meira, eða eru málefnin uppurin.

Pétur Þór Jónsson, 14.3.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband